Um HHÍ
Afgreiðslan hjá okkur að Dvergshöfða 2 er opin frá 9-15 alla virka daga. Á útdráttardegi er afgreiðslan opin til klukkan 18.
Við bjóðum upp á símaþjónustu og netspjall frá 8-16 alla virka daga. Sama gildir um símaþjónustu og netspjall á útdráttardegi að þá er opið til 18.
Heimasíðan okkar, www.hhi.is, er svo opin allan sólarhringinn alla daga ársins. Þar er hægt að skoða þá miða sem eru í boði. Á "mínum síðum" er hægt að ganga frá kaupum á miða, breyta miðaskuldfærslu og ganga frá uppsögn á miðum.
Frá því Happdrættið var stofnað árið 1933 hefur það fjármagnað nær allar byggingar Háskólans. Það þýðir að húsnæði og tæki Háskólans eru ekki keypt fyrir skattfé, heldur að langstærstum hluta fyrir fé frá Happdrættinu.
Til þess að sinna þessu markmiði var í upphafi og vel fram eftir 20. öldinni rekið flokkahappdrætti. Árið 1987 hófst sala á skafmiðum, svo kölluðum Happaþrennum. Nokkrum árum síðar, eða árið 1993, hófst svo rekstur skjávélahappdrættis sem fékk nafnið Gullnáma.
Allur hagnaður af þessum rekstri fer til uppbyggingar Háskóla Íslands, bæði til bygginga og eins til kaupa á búnaði fyrir nemendur og kennara.
TEKJURNAR DREIFAST VÍÐA
Tekjur Happdrættis Háskóla Íslands dreifast víða. Þrátt fyrir að megin markmið happdrættisins sé efling Háskóla Íslands með byggingu húsnæðis yfir skólann og að útvega góðan tækjakost, þarf einnig að nota hluta teknanna til annarra mála.
Stærstur hluti teknanna fer aftur til viðskiptavina happdrættisins í formi vinninga. Vinningshlutfall einstakra happdrættisforma er mjög mismunandi, allt frá rúmlega 50% upp í rúm 90%.
Leyfisgjald rennur til ríkisins. Það getur numið allt að 150.000.000 á ári.
Tekjurnar fara svo að sjálfsögðu einnig til almenns rekstrar HHÍ.
Þannig skiptast tekjurnar í vinninga, framlög til Háskóla Íslands, leyfisgjald og rekstur.
VINNINGAR
Allir vinningar hjá Happdrætti Háskólans eru skattfrjálsir, hvort sem um lítinn eða stóran vinning er að ræða, vinning á skafmiða, í flokkahappdrætti eða í skjávélahappdrætti.
Vinningshlutfallið er mjög mismunandi, allt frá um 60% í sumum skafmiðaleikjunum upp í ríflega 90% í skjávélahappdrættinu. Vinningshlutfallið í flokkahappdrættinu er 70%. Þetta þýðir að af miðaverðinu, sem er 2.000 kr., renna strax 1.400 kr. út aftur til vinningshafa í formi vinninga.
Vinningar og útborgun þeirra er trúnaðarmál. Starfsfólk HHÍ og umboðsmenn þess eru bundnir trúnaði um vinninga sem og aðrar upplýsingar sem þeir verða áskynja í starfi sínu. Þannig er engum nema vinningshafa tilkynnt um vinninga í flokkahappdrætti.
Samkvæmt lögum fyrnast vinningar ef þeirra er ekki vitjað innan eins árs frá því þeir eru dregnir út. Eftir þann tíma ber happdrættinu ekki að greiða vinninginn. HHÍ er hins vegar hreykið af því að borga ávallt út vinninga þegar þeirra er vitjað, jafnvel þó eitthvað sé liðið frá því viðkomandi vinningur hefur fyrnst.
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Allur hagnaður HHÍ rennur til Háskóla Íslands. Samkvæmt lögum er hagnaðinum varið til uppbyggingar húsnæðis fyrir Háskóla Íslands og til þess að búa skólann sem bestum tækjabúnaði fyrir nemendur og kennara.
Háskóli Íslands er elsti, stærsti og fjölbreyttasti háskólinn á Íslandi, stofnaður 1911. Þar er boðið upp á fjölþætt grunnnám fyrir stúdenta að loknu stúdentsprófi. Einnig er boðið upp á framhaldsnám til meistara- og doktorsprófs. Jafnframt er Háskóli Íslands öflugur rannsóknarháskóli á alþjóðlega vísu, en við háskólann eru starfræktar um 40 rannsóknastofnanir.
Háskóli Íslands er lifandi stofnun þar sem lögð er stund á flestar vísinda- og fræðigreinar í sterkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf á Íslandi. Við háskólann er hópur vel menntaðra og þjálfaðra kennara og vísindamanna. Þar hefur einnig skapast löng rannsóknahefð með miklu samstarfi við erlenda háskóla. Stúdentum sem stunda nám við Háskóla Íslands gefst kostur á að sækja hluta af námi sínu til viðurkenndra erlendra háskóla.
Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér háskólann frekar er bent á að skoða vef Háskóla Íslands.
EINKALEYFISGJALD
Gjald til ríkisins fyrir rekstur peningahappdrættis. Með lögum nr. 75/2006 sem samþykkt voru á Alþingi þann 3. júní 2006 var ákveðið að Happdrætti Háskóla Íslands skyldi greiða s.k. leyfisgjald til ríkissjóðs. Slíkt gjald hafði verið við lýði allt frá stofnun happdrættisins árið 1933.
Leyfisgjaldið er 20% af nettóársarði happdrættisins, en þó ekki hærri fjárhæð en kr. 150.000.000.
Samsvarandi gjald er ekki lagt á önnur happdrætti í landinu.
Allar byggingar háskólans hafa nær eingöngu verið kostaðar af happdrættisfé. Þær eru eftirfarandi og er tilgreint það ár sem þær voru teknar í notkun.
1937
SETBERG
1940
AÐALBYGGING
HÁSKÓLA ÍSLANDS
1948
ÍÞRÓTTAHÚS
HÁSKÓLA ÍSLANDS
1956
EIRBERG
1961
HÁSKÓLABÍÓ
1963
ARAGATA 9
1966
HÚS RAUNVÍSINDASTOFNUNAR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
1966
NESHAGI 16
1969
ÁRNAGARÐUR
1972
LÖGBERG
1972
VR-I
1973
ARAGATA 14
1975
VR-II
1983
LÆKNAGARÐUR
1985
ODDI
1987
SÓLTÚN
1987
VR-III
1988
TÆKNIGARÐUR
1991
HAGI
1996
NÝI-GARÐUR
2003
ASKJA
2007
HÁSKÓLATORG
2007
GIMLI OG TRÖÐ
Happdrætti Háskóla Ísland var stofnað með lögum árið 1933 og er því elst allra happdrætta á Íslandi. Starfsemin hófst í byrjun janúar 1934 og fyrsti útdráttur fór fram 10. mars það ár. Tilgangur happdrættisins er að afla fjár til húsbygginga háskólans, viðhalds þeirra og til tækjakaupa. Háskóli Íslands var fyrst til húsa í Alþingishúsinu við Austurvöll en fjölgun nemenda leiddi til að þröng varð á þingi. Á árinu 1932 voru samþykkt lög sem heimiluðu að reist yrði háskólabygging. Heimildin var reyndar háð þeim fyrirvara að fé fengist til framkvæmdanna á fjárlögum. Það gekk ekki eftir enda heimskreppan í algleymingi. Þá var unnið að því að Háskóli Íslands fengi að nýta happdrættisleyfi sem stofnað var til með lögum árið 1926. Hin glæsilega háskólabygging, Aðalbygging háskólans, var tekin í notkun árið 1940. Síðan þá hafa yfir 20 háskólabyggingar verið fjármagnaðar með happdrættisfé.
HHÍ hefur leyfi til að reka þrennskonar happdrætti, gamla flokkahappdrættið sem sett var á laggirnar við stofnun, skyndihappdrættið undir nafni Happaþrennunnar sem hefur verið í rekstri frá 1987 og happdrættisvélar (e. VLT Video Lottery Terminal) Gullnámunnar sem voru fyrst settar upp 1993.
Vörur happdrættisins eru seldar með hefðbundnum hætti, þar sem íslensk löggjöf heimilar ekki peningaspil á Netinu en vonir eru bundnar við að breytingar verði á því á næstu mánuðum og Happdrættinu verði veitt leyfi til að reka peningaspil á Netinu. Þó er hægt að kaupa miða í flokkahappdrættinu á Netinu.
Samkvæmt lögum er óheimilt að reka happdrætti hér á landi nema með leyfi dómsmálaráðherra. Tilgangurinn með ákvæðinu er að hamla gegn skaðlegum áhrifum á almenning og að halda uppi allsherjarreglu (e. public order). Í Evrópu hafa verið málaferli m.a. vegna þess að ýmis einkafyrirtæki á happdrættismarkaði vilja ekki láta sér nægja sinn heimamarkað. Þau vilja einnig geta starfað á erlendum mörkuðum. Íslenski happdrættismarkaðurinn hefur orðið fyrir barðinu á ásókn erlendra einkafyrirtækja. Þar er einkum um að ræða fyrirtæki sem bjóða þjónustu sína á vefnum. Hinn 4. maí 2007 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra fastanefnd á sviði happdrættismála. Nefndin er nú skipuð fulltrúum happdrættanna og dómsmálaráðuneytisins.
Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með Evrópurétti á sviði happdrættismála, gera tillögur til dómsmálaráðherra um framkvæmd vísindarannsókna um spilafíkn og ólögleg fjárhættuspil og gera tillögur um réttarbætur á sviði happdrættismála. Í því sambandi má nefna að tvær lagabreytingar, sem máli skipta fyrir happdrætti, hafa orðið að lögum. Annars vegar er það lagabreyting árið 2010, sem bannar auglýsingar happdrætta, sem eru rekin erlendis og hafa ekki leyfi samkvæmt íslenskum lögum um happdrætti. Hins vegar hefur fjölmiðlanefnd nú stjórnsýslueftirlit með auglýsingum á happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem áður var í höndum lögreglu, samkvæmt fjölmiðlalögum sem tóku gildi árið 2011.
Lög og reglugerðir sem gilda um HHÍ:
Lög um happdrætti, nr. 38/2005:
https://www.althingi.is/lagas/148c/2005038.html
Lög um Happdrætti Háskóla Íslands nr. 13/1973:
https://www.althingi.is/lagas/148c/1973013.html
Reglugerð um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 500/2020:
https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/dmr/nr/0500-2020
Reglugerð um pappírslaust peningahappdrætti Háskóla Íslands 455/1993.
https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/domsmalaraduneyti/nr/1249
Eftirlit með útdráttum og vinningum í Happdrætti Háskóla Íslands er í höndum sérstaks happdrættisráðs sem dómsmálaráðherra skipar. Í því eiga sæti Ásta Guðrún Beck, formaður ráðsins, Guðgeir Eyjólfsson og Úlfur Þór Andrason . Eftirlit með happdrættisvélum er hjá sýslumanns embættinu á Hvolsvelli en eftirlitið var flutt þangað frá dómsmálaráðuneytinu 2007. Ársreikningar happdrættisins eru endurskoðaðir í umboði Ríkisendurskoðunar og birtast þeir í ríkisreikningi.
Upplýsingar í tölvuskeyti þessu og viðhengjum við það eru eingöngu ætlaðar þeim sem skeytið ber með sér að sé réttur viðtakanda þess. Upplýsingar í skeytinu og viðhengjum gætu verið trúnaðarmál.
Hver sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við tölvuskeyti og viðhengjum sem ætluð eru öðrum viðtakanda er skyldugur til þess fara eftir 5. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti, nr. 70/2022, og gæta fyllsta trúnaðar. Í því felst að hann má hvorki lesa efni skeytisins, skrá það hjá sér né notfæra sér það á nokkurn hátt. Hann skal einnig tilkynna sendanda samstundis að skeytið hafi ranglega borist sér. Brot gegn þessu varða bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. laganna.
Email disclaimer
Please note that this email and attachments are intended for the named and properly designated addressee(s) only. The mail and attachments may contain information that is confidential and privileged.
It is the policy of the UIL that use of email and other such information services by the UIL is at all times in full accordance with Icelandic law and principles regarding protection of privacy.
Háskólaráð kýs stjórn Happdrætti Háskóla Íslands. Stjórnina skipa Víðir Smári Petersen, stjórnarformaður, Jenný Bára Jensdóttir fjármálastjóri HÍ og Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri.
Rekstrarárið 2023 skilaði hagnaði ársins var 2.013 m.kr. og jókst um tæp 27% á milli ára.
Happdrættið hefur barist ötullega fyrir því síðustu ár að bjóða uppá íslenskt peningaspil á Netinu, með leikjum sambærilegum þeim sem eru í Gullnámunni og skafmiðunum í Happaþrennunni en ekki haft erindi sem erfiði hjá stjórnvöldum. Niðurstöður eru ekki í sjónmáli og því alls óvíst hvort og hvenær af því verður.
Lögum samkvæmt skal hagnaði happdrættisins að frádregnu leyfisgjaldi, sem greitt er til ríkisins, nánar tiltekið til Rannís, allt að 150 m.kr., varið til uppbyggingar Háskóla Íslands. Hagnaðurinn, að frádregnu leyfisgjaldi, rennur ekki aðeins til nýbygginga, heldur einnig til viðhalds fasteigna HÍ. Þá hefur happdrættisfé verið notað til kaupa á rannsóknartækjum og nemur sú upphæð hundruðum milljóna króna. Á árinu 2023 voru greiddar 425 m.kr. til Háskóla Íslands.
Samfélagsleg ábyrgð
Þátttaka í veðleikjum (hér eftir notað um alla happdrættis- og peningaleiki) er skemmtun sem jafnframt felur í sér von um vinning. Ágóði af starfsemi af Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ) fer til uppbyggingar á húsnæði og kaupa á rannsóknartækjum fyrir Háskóla Íslands. HHÍ gerir sér þó grein fyrir því að þátttaka í veðleikjum er ekki áhættulaus. Samfélagsleg ábyrgð og áhersla á ábyrga spilahegðun er því rauður þráður í allri starfsemi Happdrættisins. Á undanförnum árum hefur HHÍ gripið til margvíslegra ráðstafana til að lágmarka hættu á spilavanda og spilafíkn. Spilafíkn er sjúkdómur sem samkvæmt erlendum og íslenskum rannsóknum hrjáir um 0,3 – 1,0% mannkyns, en getur haft alvarlegar sálrænar, félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar fyrir spilara og reyndar einnig aðstandendur þeirra.
Rannsóknir
HHÍ hefur um nokkurra ára skeið stutt myndarlega við íslenskar rannsóknir á sviði spilavanda og spilafíknar og hafði frumkvæði að því á sínum tíma að farið var að stunda slíkar rannsóknir við sálfræðideild HÍ. Dr. Daníel Þór Ólason, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands hefur leitt þá vinnu ásamt samstarfsfólki sínu. Markmið rannsóknanna hefur verið að auka þekkingu á algengi og útbreiðslu spilafíknar hérlendis og hefur þegar umtalsverðum gögnum verið safnað um algengi spilavanda bæði meðal íslenskra unglinga og fullorðinna. Einnig styrkir HHÍ SÁÁ um 15 milljónir á ári og Rauða krossinn um 500 þúsund á ári auk þess að styrkja hvers konar samtök sem styðja við þá sem glíma við spilafíkn, s.s. SÁS, samtök áhugafólks um spilafíkn og GA samtökin.
Aldurstakmarkanir
Óheimilt er samkvæmt lögum að selja veðleiki til viðskiptavina yngri en 18 ára. HHÍ leggur ríka áherslu á að lög um aldurtakmarkanir séu virt. Þeir aðilar sem gert hafa samninga við HHÍ um rekstur happdrættisvéla Gullnámu og Gullregns eiga það sameiginlegt að reka staði þar sem aldurstakmörk eru að lágmarki 18 ár, en iðulega 20 ár.
Lán til spilunar
Ekki eru veitt lán til þátttöku í leikjum HHÍ undir neinum kringumstæðum.
Markaðssetning
Mikilvægt er að markaðssetning peningaleikja taki mið af þeirri áhættu sem kann að hljótast af óhóflegri spilun. HHÍ gætir þess í hvívetna að höfða ekki til viðkvæmra hópa, svo sem barna og unglinga, eða gefa til kynna villandi upplýsingar svo sem um vinningslíkur.
Meðferðarúrræði og fræðsla til spilara
HHÍ og Íslandsspil ráku um nokkurt skeið vefinn www.spilafikn.is. Vefurinn hefur verið endurræstur undir veffanginu www.abyrgspilun.is, og er nú sem áður rekinn í samstarfi HHÍ og Íslandsspila. Á vefnum má finna margvíslegar upplýsingar um eðli spilavanda og spilafíknar. Þar eru einnig leiðbeiningar til þeirra sem vilja leita sér aðstoðar vegna spilavanda, sem og sjálfspróf. Upplýsingabæklingur um meðferðarúrræði og ráðleggingar varðandi hæfilega spilun liggur frammi á öllum spilastöðum sem bjóða Gullnámu og Gullregn.
Evrópustaðall um ábyrga spilun
2012 innleiddi HHÍ í fyrsta skipti staðal um ábyrga spilun sem þróaður hefur verið á vettvangi Evrópusamtaka ríkishappdrættisfyrirtækja (European Lotteries). Staðallinn tekur til allra þátta starfsemi HHÍ, svo sem stefnumótunar, vöruþróunar, fræðslu til starfsfólks og umboðsmanna, stuðnings við meðferðarúrræði, rannsókna og markaðssetningar. Í framhaldi af úttekt KPMG á fylgni við staðalinn fékk HHÍ endurnýjaða vottun European Lotteries í fjórða sinn í janúar 2024 þess efnis að fyrirtækið hefði innleitt staðal samtakanna um ábyrga spilun.
Skýrsla HHÍ um ábyrga spilun
Hér er skýrsla HHÍ um ráðstafanir fyrirtækisins gagnvart ábyrgri spilun. Hún gefur yfirlit yfir helstu verkefni og ráðstafanir HHÍ á þessu sviði á undanförnum misserum.
10.október 2024
Fimmfaldur vinningur fyrir heppinn trompmiðaeiganda
Einn trompmiða eigandi datt aldeilis í lukkupottinn í kvöld þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands. Það kom 500.000 kr. vinningur á númerið hans en þar sem viðkomandi átti trompmiða þá fimmfaldaðist sú upphæð og hann fær 2,5 skattfrjálsar milljónir. Níu einstaklingar fengu milljón á mann og allt í allt voru það tæplega 4.000 miðaeigendur sem deildu milli sín rúmlega 135 skattfrjálsum milljónum.
Milljónaveltan fór ekki út í október og því getur einn ljónheppinn miðaeigandi unnið 60 skattfrjálsar milljónir í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans.
VIð óskum vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þökkum íslendingum dyggan stuðning í 90 ár.
11.september 2024
Þrír heppnir miðaeigendur fengu 7 milljónir hver
Haustið byrjar aldeilis vel hjá þremur ljónheppnum miðaeigendum, sem hver um sig fengu 7 skattfrjálsar milljónir í septemberútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands. En þeir voru ekki þeir einu sem höfðu ástæðu til þess að gleðjast því því fimm einstaklingar fengu milljón á mann auk þess allt í allt voru greiddar út rúmlega 153 milljónir til 3.894 einstaklinga.
Milljónaveltan fór ekki út í þetta sinn og þess vegna verður októberpotturinn 50 skattfrjálar milljónir.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju og þakkar öllum miðaeigendum stuðninginn við uppbyggingu Háskóla Íslands síðastliðin 90 ár.
13.ágúst 2024
Einn fékk 7 milljónir í vinning
Það var sérlega heppinn miðaeigandi sem fékk hæsta vinning hjá Happdrætti Háskólans í ágústútdrætti. Sá heppni fékk 7 skatfrjálsar milljónir í vinning. Aðrir miðaeigendur höfðu einnig ríka ástæðu til að fagna því sex fengu milljón og þrettán fengu hálfa milljón. Í heildina skiptast rúmlega 128 milljónir á milli vinningshafa í ágúst.
Milljónaveltan gekk ekki út og verður potturinn því fjórfaldur í september og 40 milljónir í pottinum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn í 90 ár.
10.júlí 2024
Tíu fengu milljón í vinning
Tæplega 4.400 miðaeigendur skipta með sér tæpum 142 skattfrjálsum milljónum í vinninga eftir júlíútdrátt hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Helst ber þar að nefna tíu miðaeigendur sem fengu eina milljón og níu sem fengu hálfa milljón.
Milljónaveltan gekk ekki út og verður potturinn þrefaldur í ágúst og 30 milljónir í pottinum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn í 90 ár.
11.júní 2024
Trompmiðaeigandi fimmfaldaði vinninginn
Það var ærin ástæða fyrir trompmiðaeiganda til að gleðjast eftir júníútdrátt hjá Happdrætit Háskóla Íslands. Það kom 500þús króna vinningur á miðanúmerið hjá honum og þar sem hann lumaði á trompmiða þá fimmfaldaðist vinningur og fær hinn lukkulegi vinningshafi því 2,5 skattfrjálsar milljónir í vinning. Margir aðrir miðaeigendur duttu einnig í lukkupottinn og ber þá helst að nefna þá sex sem fengu milljón í vinning og þá tólf sem fengu hálfa milljón. Í heildina skipta vinningshafar með sér tæpum 133 milljónum króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn í 90 ár.
14.maí 2024
Ljónheppinn miðaeigandi fékk 50 milljónir í vinning
Fimmfaldur pottur í Milljónaveltunni gekk út í maíútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Hinn heppni miðaeigandi var búinn að hafa þetta númer í fjölda ára og gladdist gríðarlega þegar fréttirnar bárust. Aðrir miðaeigendur höfðu ærna ástæðu til að fagna eftir útdráttinn því einn fékk hæsta vinning á tvöfaldan miða og fékk því 14 milljónir í sinn hlut. Tveir aðrir voru með einfalda miða í sama númeri og fá því hvor um sig 7 milljónir í vinning. Víkur þá sögunni að trompmiðaeigandanum sem fékk 500þús króna vinning sem fimmfaldast þar sem um trompmiða er að ræða og fékk hann því 2,5 milljónir í vinning. Að auki fengu 7 miðaeigendur milljón og 11 fengu hálfa milljón.
Í heildina skiptu miðaeigendur með sér tæpum 210 skattfrjálsum milljónum í maí.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn í 90 ár.
10.apríl 2024
Fimmfaldur pottur í maí
Potturinn í Milljónaveltunni, sem var fjórfaldur, gekk ekki út í aprílútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands og verður hann því fimmfaldur í næsta útdrætti og 50 milljónir í pottinum. Það voru þó fjölmargir miðaeigendur sem höfðu ærna ástæðu til að gleðjast enda skipta þeir á milli sín tæpum 135 skattfrjálsum milljónum í vinninga. Heppnastur þeirra var trompmiðaeigandinn sem fékk 500þús króna vinning en trompmiðinn fimmfaldar vinningsupphæðina og miðaeigandinn heppni fær því 2,5 milljónir. Þar að auki fengu sjö miðaeigendur eina milljón króna og ellefu miðaeigendur fengu 500þús.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn í 90 ár.
12.mars 2024
99 miðaeigendur fengu milljón í vinning
Það var mikið um dýrðir þegar fram fór 90.ára afmælisútdráttur hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Líklega hefur milljónamæringum á Íslandi aldrei fjölgað jafn mikið og eftir þennan útdrátt.
99 miðaeigendur fengu eina milljón króna í vinning en þar sagan ekki aldeilis öll því að einn vinningshafi fékk 7 milljónir í vinning og annar fékk 2,5 milljónir á trompmiða. Þetta er annar stærsti útdráttur Happdrættisins frá upphafi þess og fá miðaeigendur greiddar rúmar 231 milljón króna í vinninga.
Milljónaveltan gekk ekki út að þessu sinni og verður potturinn því fjórfaldur í apríl og 40 milljónir í pottinum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn í 90 ár.
13.febrúar 204
Átta fengu skattfrjálsa milljón í vinning
Fjöldinn allur af miðaeigendum hafði ástæðu til að gleðjast eftir febrúarútdrátt hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Alls skipta vinningshafar með sér rúmum 120 skattfrjálsum milljónum. Þeir átta stóðu þó upp úr sem fengu milljón í vinning en þar næst voru níu sem fengu hálfa milljón.
Í heildina fengu tæplega 3800 miðaeigendur vinning í útdrættinum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína, þakkar stuðninginn og minnir á að í næsta útdrætti sem fer fram 12.mars næstkomandi heldur happdrættið upp á 90.ára afmæli og munu því 90 heppnir miðaeigendur fá milljón í vinning í sérstökum afmælispotti.
10.janúar 2024
Tveir fengu hæsta vinning
Árið byrjaði með látum þegar fyrsti útdráttur hjá Happdrætti Háskólans fór fram. Heppinn miðaeigandi sem skartaði tvöföldum miða fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær því 14 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Annar miðaeigandi átti einnig einfaldan miða í þessu númeri og fær sá hinn sami 7 milljónir í vinning.
Aðrir duttu einnig í lukkupottinn og ber þar helst að nefna 6 miðaeigendur sem fengu milljón, 15 sem fengu hálfa milljón og síðast en ekki síst trompmiðaeigandann sem fékk hálfa milljón en þar sem hann skartaði trompmiða þá fékk hann tvær og hálfa milljón í vinning.
Alls skipta vinningshafar með sér tæpum 155 milljónum eftir útdráttinn.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
12.desember 2023
Margir fengu milljónir hjá Happdrætti Háskólans
Happdrættisárið endaði með miklum látum þegar desemberútdráttur fór fram hjá Happdrætti Háskólans. Margir miðaeigendur fara með milljónir í veskinu inn í jólahátiðina.
Heppnastur var trompmiðaeigandinn sem fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær því fimmfaldan fyrsta vinning eða 25 milljónir króna. Aðrir miðaeigendur með sama númer fengu einnig vinning og fengu fjórir miðaeigendur 5 milljónir króna í sinn hlut. Þá er ekki sagan öll því að Milljónaveltan gekk út og var það annar trompmiðaeigandi sem datt í lukkupottinn þar og fékk 10 milljónir í vinning. Víkur þá sögunni að þriðja trompmiðaeigandanum sem fékk hálfa milljón í vinning en sem fyrr fimmfaldar trompmiðinn þá upphæð og fékk því 2,5 milljónir. Þar fyrir utan fengu sex miðaeigendur eina milljón og átján fengu hálfa milljón.
Í heildina skipta vinningshafar í desember með sér tæpum 168 skattfrjálsum milljónum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
10.nóvember 2023
Miðaeigandi fékk 90 milljónir í vinning
Eðlilega braust út mikil gleði hjá miðaeigandanum sem fékk símtal frá Happdrætti Háskólans eftir útdráttinn í nóvember. Heppni miðaeigandinn fékk nífaldan pott í Milljónaveltunni og fékk 90 milljónir skattfrjálsar milljónir í vinning. Lífið getur sannarlega breyst með einu símtali.
Tveir trompmiðaeigendur höfðu heppnina með sér og fengu 2,5 milljónir hvor. Einnig fengu sex miðaeigendur milljón og átta fengu hálfa milljón.
Í heildina skipta vinningshafar í nóvember með sér tæpum 216 skattfrjálsum milljónum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
10.október 2023
Nífaldur pottur í nóvember
Einn miðaeigandi fékk hæsta vinning í októberútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Fær sá hinn sami 5 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Aðrir höfðu einnig heppnina með sér og má þar nefna sjö sem fengu eina milljón og átta sem fengu hálfa milljón. Í heildina skipta vinningshafar í október með sér tæpum 126 milljónum í vinninga.
Potturinn í Milljónaveltunni verður nífaldur þegar dregið verður næst 10.nóvember. Þá getur einn miðaeigandi dottið í lukkupottinn.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
12.september 2023
Heppinn miðaeigandi fékk hæsta vinning á þrefaldan miða
Það var einn miðaeigandi sem hafði 3falda lukku með sér í septemberútdrætti hjá Happdrætti Háskólans. Hann fékk hæsta vinning á númerið sitt og fékk því þrefaldan hæsta vinning eða samtals 15 skattfrjálsar milljónir. Fleiri miðaeigendur duttu í lukkupottinn og má þar nefna sex sem fengu eina milljón og sjö sem fengu hálfa milljón. Í heildina skipta vinningshafar í september með sér tæpum 134 milljónum í vinninga.
Potturinn í Milljónaveltunni var sjöfaldur en gekk ekki út og verður því áttfaldur þegar dregið verður næst 10.október. Þá á einn sérlega heppinn miðaeigandi möguleika á því að hreppa stóra pottinn.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
10.ágúst 2023
Sjöfaldur pottur í september
Það var mikil spenna þegar dregið var um sexfaldan pott í Milljónaveltunni í ágústútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Potturinn gekk ekki út í þetta skipti og verður hann því sjöfaldur þegar dregið verður næst 12.september.
Alls fengu 4.030 miðaeigendur vinning í þetta skipti en þar stóð upp úr miðaeigandinn sem fékk 5 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Trompmiðaeigandi fékk svo 2,5 milljónir í vinning en þar að auki fengu sjö miðaeigendur milljón og tólf fengu hálfa milljón.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
11.júlí 2023
Tveir fengu 5 milljónir króna
Sólin brosir og vinningshafar í júlíútdrætti hjá Happdrætti Háskólans gera það einnig. Þó verður að telja líklegt að þeir tveir sem fengu hæsta vinning í Aðalútdrætti brosi breiðast enda 5 skattfrjálsum milljónum ríkari. Tveir trompmiðaeigendur hafa einnig ærna ástæðu til að gleðjast enda fengu þeir 500þúsund króna vinning á sína miða en trompmiðinn fimmfaldar þá upphæð og því fá þeir 2,5 milljónir króna hvor í sinn hlut.
Í öðrum fréttum þá fengu 7 miðaeigendur milljón og fimmtán fengu hálfa milljón.
Í heildina skipta vinningshafar í júlí með sér rúmum 142 skattfrjálsum milljónum og fjöldi vinningshafar er tæplega 3900.
Potturinn í Milljónaveltunni verður sexfaldur í ágúst þar sem potturinn gekk ekki út í þetta skipti. Það verða 60 milljónir í pottinum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
Þrír fá 5 milljónir í vinning
Sólríkur júníútdráttur hjá Happdrætti Háskólans og ástæða til að fagna. Þrír heppnir miðaeigendur fengu hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær hver um sig því 5 milljónir í sinn hlut.
Tveir trompmiðaeigendur hafa einnig ríka ástæðu til að fagna þar sem þeir fengu 500þúsund króna vinning en trompmiðinn fimmfaldar þá upphæð og fá þeir því 2,5 milljónir króna í vinning.
Fjöldi annarra miðaeigenda fékk einnig vinning og ber þar helst að nefna 7 sem fengu eina milljón í vinning og 15 sem fengu hálfa milljón.
Í heildina skipta vinningshafar í júní með sér rúmum 150 skattfrjálsum milljónum og eru vinningshafar tæplega 4200 talsins.
Fjórfaldur pottur í Milljónaveltunni gekk ekki út og verða því 50 milljónir í pottinum í júlí.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
10.maí 2023
Fjórfaldur pottur í júní
Potturinn í Milljónaveltunni gekk ekki út í maíútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands og verður því fjórfaldur þegar dregið verður í júní og 40 milljónir í pottinum.
Alls skipta vinningshafar með sér tæpum 125 skattfrjálsum milljónum í vinninga eftir útdráttinn. Helst ber þar að nefna tvo trompmiðaeigendur sem fengu hvor um sig 2,5 milljónir í vinning, 6 miðaeigendur sem fengu eina milljón og 10 fengu hálfa milljón króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
12.apríl 2023
Einn miðaeigandi fékk 25 milljónir í vinning
Ljónheppinn miðaeigandi fékk hæsta vinning í aprílútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Hæsti vinningurinn er 5 milljónir en þar sem miðaeigandinn átti trompmiða fimmfaldaðist vinningsupphæðin og fær hann því 25 skattfrjálsar milljónir í vinning.
Alls skipta vinningshafar með sér tæpum 148 skattfrjálsum milljónum í vinninga eftir útdráttinn. Helst ber þar að nefna annan trompmiðaeiganda sem fékk 2,5 milljónir í vinning, 5 miðaeigendur sem fengu eina milljón og 19 fengu hálfa milljón króna.
Potturinn í Milljónaveltunni gekk ekki út og því verða 30 milljónir í pottinum í maí.
Happdrætti Háskólans óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars og vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
10.mars 2023
6 vinningshafar fengu eina milljón í vinning
Ekki gekk Milljónaveltan út í marsútdrætti hjá Happdrætti Háskólans. Því verða 20 milljónir í pottinum í apríl. Alls skipta vinningshafar með sér rúmum 125 skattfrjálsum milljónum í vinninga eftir útdráttinn. Helst ber þar að nefna 6 miðaeigendur sem fengu eina milljón og 18 fengu hálfa milljón króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
10.febrúar 2023
5 vinningshafar skipta með sér 30 milljónum
Milljónaveltan gekk út í öðrum útdrætti ársins hjá Happdrætti Háskólans. Heppinn miðaeigandi lumaði á vinningsnúmerinu og fær því 10 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Aðalvinningur gekk einnig út og fá 4 miðaeigendur 5 milljónir króna. Þá er ekki sagan öll því að 2 trompmiðaeigendur voru einnig með heppnina með sér og fengu 500.000kr vinning á sína miða en þar sem þeir voru með trompmiða þá fékk hvor um sig 2,5 milljónir í vinning.
Fjöldi annarra miðaeigendur höfðu ærna ástæðu til að fagna og má þá sérstaklega nefna þá 5 sem fengu milljón og 14 sem fengu hálfa milljón króna. Alls skipta vinningshafar með sér rúmum 143 milljónum eftir útdráttinn.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
10.janúar 2023
Heppinn miðaeigandi fékk 10 milljónir í vinning
Milljónaveltan gekk út í fyrsta útdrætti ársins hjá Happdrætti Háskólans. Heppinn miðaeigandi fékk vinninginn og fær því 10 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Margir aðrir miðaeigendur höfðu ærna ástæðu til að fagna og má þá sérstaklega nefna þá sjö sem fengu milljón og 14 sem fengu hálfa milljón króna. Alls skipta vinningshafar með sér tæpum 133 milljónum eftir útdráttinn.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
13.desember 2022
Tveir miðaeigendur fengu 10 milljónir í vinning
Það var hátíðarbragur yfir desemberútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Milljónaveltan gekk út og fékk heppinn miðaeigandi 10 milljónir í jólaglaðning. Ekki var sagan þá öll því að tveir miðaeigendur fengu hæsta vinning í Aðalútdrætti og annar þeirra átti tvöfaldan miða og fær því 10 milljónir í sinn hlut en hinn fær 5 milljónir á einfaldan miða.
Vinningarnir héldu áfram að falla eins og snjórinn. Sjö miðaeigendur fengu eina milljón króna og sextán miðaeigendur fengu hálfa milljón króna. Í heildina skipta miðaeigendur í desember með sér tæpum 156 skattfrjálsum milljónum í vinninga.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína, þakkar stuðninginn og óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
10.nóvember 2022
Miðaeigandi fékk 20 milljónir í vinning
Tvöfaldur pottur í Milljónaveltunni gekk út í nóvemberútdrætti hjá Happdrætti Háskólans. Einn sérlega heppinn miðaeigandi fékk vinninginn og fær því 20 skattfrjálsar milljónir inn á reikninginn sinn. Fjöldi annarra miðaeigenda höfðu einnig heppnina með sér og ber þar helst að nefna 9 sem fengu milljón og 16 fengu hálfa milljón króna. Alls skipta vinningshafar með sér tæpum 154 milljónum eftir útdráttinn.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
11.október 2022
Einn fékk 5 milljónir í vinning
Það var einn miðaeigandi sem hafði ríkari ástæðu til að gleðjast umfram aðra eftir útdrátt hjá Happdrætti Háskólans í október. Sá fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti, 5 skattfrjálsar milljónir. Annar miðaeigandi sem átti trompmiða datt einnig í lukkupottinn þar sem hann fékk 500 þúsund króna vinning sem fimmfaldaðist þar sem hann var með trompmiða og fékk því 2,5 milljónir í vinning.
Fjöldi annarra miðaeigenda höfðu einnig heppnina með sér og ber þar helst að nefna 8 sem fengu milljón og 15 fengu hálfa milljón króna.
Milljónaveltan gekk ekki út að þessu sinni og verða því 20 milljónir í pottinum í nóvember.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
13. september 2022
Fimmfaldur pottur gekk út í Milljónaveltunni
Diggur miðaeigandi á besta aldri hjá Happdrætti Háskóla Íslands datt í lukkupottinn og fékk fimmfaldan pott í Milljónaveltunni. Fær hann því 50 skattfrjálsar milljónir lagðar inn á reikninginn hjá sér í vikunni.
Fjöldi annarra miðaeigenda duttu í lukkupottinn og má þar helst nefna trompmiðaeigandann sem fékk 2,5 milljónir í sinn hlut þar að auki 6 sem fengu milljón og 12 fengu hálfa milljón króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
10.ágúst 2022
Tveir fengu 5 milljónir í vinning
Tveir ljónheppnir miðaeigendur hafa ástæðu til að fagna eftir ágústútdrátt Happdrættis Háskóla Íslands. Báðir fengu þeir hæsta vinning í Aðalútdrætti á sama miðanúmerið og fær hvor um sig 5 skattfrjálsar milljónir í vinning. Fjöldi annarra miðaeigenda duttu í lukkupottinn og má þar helst nefna 7 sem fengu milljón í sinn hlut og 12 fengu hálfa milljón króna.
Milljónaveltan gekk ekki út að þessu sinni og verður því fimmföld í september og 50 milljónir í pottinum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
12.júlí 2022
Fjórir fengu 5 milljónir í vinning
Það eru fjórir ljónheppnir miðaeigendur sem hafa ástæðu til að gleðjast eftir júlíútdrátt Happdrættis Háskóla Íslands. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa verið með sama miðanúmerið og fengu þeir því allir hæsta vinning í útdrættinum, 5 milljónir hver. Fjöldi annarra vinninga gekk út þetta kvöld og má þar helst nefna trompmiðaeigandann sem fékk 2,5 milljónir og svo fengu 8 miðaeigendur milljón í sinn hlut.
Milljónaveltan gekk ekki út að þessu sinni og verður því fjórföld í ágúst og 40 milljónir í pottinum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
10.júní 2022
Þrefaldur pottur í júlí
Milljónaveltan gekk ekki út í júníútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands og verður potturinn því þrefaldur þegar dregið verður í júlí og 30 skattfrjálsar milljónir í pottinum.
Vinningshafar í júní skipta með sér rúmum 136 milljónum í vinninga og ber þar fyrst að nefna miðaeigandann sem fékk 2,5 milljónir í sinn hlut þar sem hann skartaði trompmiða en hefði annars verið hálf milljón á einfaldan miða. Þar að auki fengu níu miðaeigendur milljón og rúmlega tuttugu miðaeigendur fengu hálfa milljón.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
10.maí 2022
Tveir heppnir miðaeigendur fengu 5 milljónir
Alls skipta vinningshafar í maíútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands með sér tæpum 144 skattfrjálsum milljónum í vinninga. Potturinn í Milljónaveltunni gekk ekki út og verður því tvöfaldur í næsta útdrætti í júní.
Tveir miðaeigendur voru sérlega heppnir og fékk hvor um sig 5 milljónir í vinning. Annar miðaeigandi fékk hálfa milljón í vinning en þar sem hann á trompmiða þá fimmfaldast vinningsupphæðin og fær hann því 2,5 milljónir í vinning. Fjöldi annarra miðaeigenda hafa einnig ástæðu til að gleðjast og má þá helst nefna þá átta sem fengu milljón í vinning og ekki síður þá níu sem fengu hálfa milljón í sinn hlut.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
12.apríl 2022
Einn heppinn miðaeigandi fékk 40 milljónir
Fjórfaldur pottur í Milljónaveltunni gekk út í aprílútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands. Hlaut því einn heppinn miðaeigandi 40 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Þá er ekki sagan öll því tveir aðrir miðaeigendur fengu fyrsta vinning í Aðalútdrætti og fær hvor um sig 5 milljónir í vinning. Fjöldi annarra miðaeigenda hafa einnig ástæðu til að gleðjast og má þá helst nefna þá fimm sem fengu milljón í vinning og ekki síður þá þrettán sem fengu hálfa milljón í sinn hlut.
Í heildina skiptu vinningshafar í apríl með sér rúmum 176 skattfrjálsum milljónum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
10.mars 2022
Einn fékk 5 milljónir í vinning
Hann var sérlega heppinn miðaeigandinn sem fékk 5 milljón króna vinning í marsútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Margir aðrir miðaeigendur hafa einnig ástæðu til að gleðjast og má þá helst nefna þá sex sem fengu milljón í vinning og ekki síður þá þrettán sem fengu hálfa milljón í sinn hlut.
Í heildina skiptu vinningshafar í mars með sér rúmum 135 skattfrjálsum milljónum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
10.febrúar 2022
Tveir fengu 5 milljónir í vinning
Í heildina skiptu vinningshafar í febrúarútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands með sér rúmum 143 milljónum í skattfrálsa vinninga. Heppnastir voru þó þeir tveir sem unnu 5 milljónir króna hvor. Einnig fengu 8 miðahafar milljón og 10 fengu hálfa milljón.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn.
11.janúar 2022
Fimm fengu milljón í vinning
Nýtt happdrættisár byrjar af krafti hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Í janúarútdrætti fengu 4640 miðaeigendur vinninga og skipta þeir með sér rúmum 143 milljónum í skattfrjálsa vinninga. Fimm miðaeigendur fengu milljón í vinning og ellefu fengu hálfa milljón.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og óskar þeim sem og landsmönnum gleðilegs nýs árs og þakkar stuðninginn.
10.desember 2021
Einn heppinn miðaeigandi fékk 110 milljónir
Ekki hafa fleiri tekið þátt í Happdrætti Háskóla Íslands í 26 ár. Desemberútdrátturinn var því sögulegur og til mikils að vinna því potturinn í Milljónaveltunni hafði ekki gengið út síðan í febrúar og var því ellefufaldur og 110 milljónir í pottinum.
Spennan var því gríðarleg þegar útdrátturinn fór fram og upp úr pottinum kom fjölskyldufaðir á Vesturlandi sem er búinn að vera dyggur miðaeigandi til árratuga. Það má slá því föstu að um stærsta jólaglaðning ársins 2021 sé að ræða. Happdrætti Háskólans gleðst yfir því að sjá þennan risavinning lenda á góðum stað.
Fjöldi annarra miðaeigenda hafði einnig góða ástæðu til að gleðjast eftir útdráttinn í desember og skipta þeir með sér 4.253 vinningum og rúmum 237 skattfrjálsum milljónum.
Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og óskar vinnningshöfum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
10.nóvember 2021
Stærsti vinningur frá upphafi Happdrættisins
Í desember mun Happdrætti Háskólans draga út stærsta einstaka vinning í sögu þess þegar ellefufaldur pottur í Milljónaveltunni, 110 milljónir, verður dreginn út. Einn heppinn miðaeigandi mun hljóta þennan eftirsótta vinning og má slá því föstu að um stærsta jólaglaðning ársins sé um að ræða. Potturinn gekk ekki út í nóvemberútdrætti og hefur ekki gengið út síðan í janúar.
Fjöldi miðaeigenda hafði þó góða ástæðu til að gleðjast eftir útdráttinn í nóvember og ber þar helst að nefna trompmiðaeigandann sem fékk 2,5 milljónir og sex sem fengu milljón. Alls skiptu vinningshafar með sér rúmum 113 milljónum í skattfrjálsa vinninga.
Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og mikil tilhlökkun ríkir yfir þessum áfanga að draga út stærsta vinning í sögu happdrættisins í desember.
12.október 2021
Tífaldur pottur í nóvember – 100 milljónir!!
Nú fer að færast fjör í leikinn hjá Happdrætti Háskólans. Ekki gekk Milljónaveltan út í októberútdrætti og því verður potturinn tífaldur í nóvember og hvorki meira né minna en 100 milljónir sem einn einstaklega heppinn miðaeigandi gæti fengið í jólabónus þetta árið.
Þá er ekki sagan öll því að trompmiðaeigandi fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti og þar sem hann lumar á trompmiða þá fær hann fimmfaldan fyrsta vinning og fær því 25 milljónir í sinn hlut. Annar miðaeigandi átti einnig einfaldan miða í sama númeri og fær sá hinn sami 5 milljónir í vinning. Fjöldi annarra miðaeigenda höfðu ástæðu til að gleðjast og má þar nefna átta sem fengu milljón og tólf sem fengu hálfa milljón.
Í heildina skiptu vinningshafar í október með sér rúmum 133 milljónum í skattfrjálsa vinninga.
Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
10.september 2021
Nífaldur pottur í október – 90 milljónir á einn miða
Ekki gekk áttfaldur pottur í Milljónaveltunni út í ágústútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Því verður potturinn nífaldur í október og 90 milljónir í pottinum sem einn heppinn miðaeigandi gæti fengið í vinning.
Tæplega 3.900 miðaeigendur fengu vinning í útdrættinum og skipta þeir á milli sín tæpum 125 skattfrjálsum milljónum. Einn fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti, 5 milljónir króna, og tveir ljónheppnir trompmiðaeigendur fengu 500þús kr vinning en þar sem vinningurinn lenti á trompmiða þá fær hvor um sig 2,5 milljónir. Níu miðaeigendur fengu milljón og fjórtán fengu hálfa milljón króna.
Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
10.ágúst 2021
80 milljónir á einn miða í september
Potturinn í Milljónaveltunni heldur áfram að hækka eftir ágústútdrátt hjá Happdrætti Háskólans. Sjöfaldi pottur kvöldsins gekk ekki út og verða því 80 milljónir í pottinum í september. Það voru þó rúmlega 3400 miðaeigendur sem höfðu ástæðu til að gleðjast enda skipta þeir með sér rúmum 113 skattfrjálsum milljónum á milli sín. Einn fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti, 5 milljónir króna og tveir fengu 2,5 milljónir á trompmiða. Fimm miðaeigendur fengu milljón og þrettán fengu hálfa milljón króna.
Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
13.júlí 2021
Sjöfaldur pottur í ágúst – 70 milljónir í pottinum
Tæplega 3600 miðaeigendur skipta með sér tæpum 118 milljónum í skattfrjálsa vinninga eftir júlíútdrátt hjá Happdrætti Háskólans. Einn fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti, 5 milljónir króna, og annar fékk 2,5 milljónir á trompmiða. Átta miðaeigendur fengu milljón og nítján fengu hálfa milljón króna.
Sexfaldur pottur í Milljónaveltunni gekk ekki út og verður hann því sjöfaldur í ágúst og 70 milljónir í pottinum.
Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
10.júní 2021
Einn fékk 5 milljónir króna í vinning
Tæplega fjögur þúsund miðaeigendur fengu vinning í júníútdrætti hjá Happdrætti Háskólans. Einn fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti, 5 milljónir króna, og annar fékk 2,5 milljónir á trompmiða. Fimm heppnir miðaeigendur fengu milljón og átján fengu hálfa milljón króna í skattfrjálsa vinninga. Í heildina skipta vinningshafar með sér rúmum 117 milljónum.
Fimmfaldur pottur í Milljónaveltunni gekk ekki út og verður hann því sexfaldur í júlí og hvorki meira né minna en 60 milljónir í pottinum.
Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
11.maí 2021
Tæpar 103 milljónir í vinninga
Alls skipta 3.272 miðaeigendur með sér tæpum 103 milljónum í skattfrjálsa vinninga í maíútdrætti hjá Happdrætti Háskólans. Má þar helst nefna að lukkulegur trompmiðaeigandi fékk 500þúsund króna vinning og fimmfaldar upphæðina og fær því 2,5 milljónir í sinn hlut. Sjö miðaeigendur fengu milljón og fimmtán fengu hálfa milljón.
Fjórfaldur pottur í Milljónaveltunni gekk ekki út og verður hann því fimmfaldur í júní og 50 milljónir í pottinum.
Happdrætti Háskólans óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars og óskar um leið vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
13.apríl 2021
Trompmiðaeigandi fékk 25 milljónir í vinning
Dyggur miðaeigandi til fjölda ára fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti í aprílútdrætti hjá Happdrætti Háskólans. Hæsti vinningur er 5 milljónir króna en þar sem lukkulegi miðaeigandinn átti trompmiða þá fimmfaldaðist vinningsupphæðin og fær því 25 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Annar trompmiðaeigandi hafði einnig ástæðu til að gleðast en sá fékk 500þúsund króna vinning sem varð að 2,5 milljónum á trompmiða viðkomandi. Fjöldi annarra miðaeigenda hafði einnig ástæðu til að gleðjast og má þar nefna sex sem fengu eina milljón og þrettán fengu hálfa milljón.
Þrefaldur pottur í Milljónaveltunni gekk ekki út og verða því 40 milljónir í pottinum í maí.
Happdrætti Háskólans fagnar hækkandi sól og óskar um leið vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
10.mars 2021
Þrír fengu 5 milljónir í Happdrætti Háskólans
Heppnum Íslendingum heldur áfram að fjölga. Þrír sérlega heppnir miðaeigendur fengu gleðisímtöl eftir marsútdrátt hjá Happdrætti Háskólans. Allir fengu þeir hæsta vinning í Aðalútdrætti og fá því hver um sig 5 skattfrjálsar milljónir í vinning. Fleiri duttu í lukkupottinn og má þar helst nefna fimm vinningshafa sem fengu milljón og hvorki fleiri né færri en 16 fengu hálfa milljón. Milljónaveltan gekk ekki út og verða 30 milljónir í pottinum í apríl. Alls skipta 3317 vinningshafar með sér tæpum 117 milljónum króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
10.febrúar 2021
Þrír fengu 5 milljónir í Happdrætti Háskólans
Þeir voru lukkulegir miðaeigendurnir þrír sem fengu hæsta vinning í Aðalútdrætti hjá Happdrætti Háskólans. Hver um sig fær 5 skattfrjálsar milljónir í vinning. Fleiri höfðu ástæðu til að gleðjast og má þar helst nefna trompmiðaeigandann sem fékk 500.000kr vinning en þar sem hann er með trompmiða þá fær sá hinnn sami 2,5 milljónir í sinn hlut. Sex vinningshafar fengu milljón og hvorki fleiri né færri en 19 fengu hálfa milljón.
Milljónaveltan gekk ekki út og verða því 20 milljónir í pottinum í mars.
Alls skipta 3620 vinningshafar með sér tæpum 127 milljónum króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
12.janúar 2021
Fékk nífaldan hæsta vinning í Happdrætti Háskólans
Nýja árið byrjar með látum hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Einn ljónheppinn miðaeigandi hefur ærið tilefni til að fagna enda fékk sá hinn sami nífaldan hæsta vinning í Happdrættinu og fær því 45 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Einnig gekk Milljónaveltan út og fær annar heppinn miðaeigandi 10 milljónir í vinning. Þá er ekki sagan öll því tveir trompmiðaeigendur fengu 2,5 milljónir í sinn hlut og sjö fengu eina milljón króna.
Alls skipta 3427 vinningshafar með sér rúmum 166 milljónum króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og óskar þeim sem og landsmönnum gleðilegs nýs árs og þakkar stuðninginn.
10.desember 2020
194 milljónir greiddar til vinningshafa
Desemberútdráttur hjá Happdrætti Háskólans fjölgaði heppnum Íslendingum svo um munar. Heppnastur var þó miðaeigandinn sem fékk 60 skattfrjálsar milljónir í vinning í Milljónaveltunni þar sem potturinn var sexfaldur. Einnig var trompmiðaeigandinn sem fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti einstaklega heppinn og fær 25 milljónir í sinn hlut. Miðaeigandi sem átti miða í sama númeri fær svo 5 milljónir. Annar trompmiðaeigandi hafði ástæðu til að gleðjast enda fékk sá hinn sami 2,5 milljónir í vinning. Fjölmargir aðrir brosa út að eyrum eftir útdráttinn og má þar helst nefna sex sem fengu milljón og fjórtán fengu 500þúsund. Í heildina skipta 3.347 vinningshafar með sér rúmum 194 milljónum í skattfrjálsa vinninga.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og óskar þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
10. nóvember 2020
Sexfaldur pottur í Milljónaveltunni í desember
Það verður einhver heppinn miðaeigandi sem mun hoppa hæð sína af gleði eftir desemberútdrátt hjá Happdrætti Háskólans. Potturinn í Milljónaveltunni verður sexfaldur, 60.000.000kr, og potturinn mun ganga út. Ekki amalegur jólaglaðningur.
Alls deila rúmlega 3.500 miðaeigendur með sér tæpum 117 milljónum eftir nóvemberútdráttinn. Má þar helst nefna miðaeigandann sem fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær 5 milljónir í sinn hlut. Tveir fengu 2,5 milljónir, sex fengu milljón og hvorki fleiri né færri en tuttugu sem fengu hálfa milljón.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og við gleðjumst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum og glaðlegum Íslendingum.
13.október 2020
Þrír fengu fyrsta vinning í Happdrætti Háskólans
Heppnin elti miðaeigendur Happdrættis Háskólans á röndum í októberútdrætti. Þrír miðaeigendur fengu hæsta vinning í Aðalútdrætti eða 5 milljónir hver. Einnig fengu sjö miðaeigendur eina milljón króna í sinn hlut og ellefu fengu hálfa milljón.Í heildina skipta 3.347 vinningshafar með sér tæpum 116 milljónum króna.
Fjórfaldi potturinn í Milljónaveltunni gekk ekki út og verða því 50 milljónir í pottinum í útdrættinum í nóvember.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og við gleðjumst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum og glaðlegum Íslendingum.
10.september 2020
Fékk 5 milljónir í Happdrætti Háskóla Íslands
Heppinn miðaeigandi hefur ástæðu til að gleðjast eftir útdrátt hjá Happdrætti Háskóla Íslands í september. Sá hinn sami fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær í sinn hlut 5 skattfrjálsar milljónir. Heppnum Íslendingum fjölgaði enn frekar í útdrættinum og má þar helst nefna sjö miðaeigendur sem fengu eina milljón króna og tólf sem fengu hálfa milljón. Í heildina skipta 3.380 vinningshafar með sér rúmri 101 milljón króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og við gleðjumst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum og glaðlegum Íslendingum.
11.ágúst 2020
Fékk 5 milljónir í Happdrætti Háskóla Íslands
Lukkulegur miðaeigandi hefur ástæðu til að gleðjast enda fékk sá hinn sami hæsta vinning í Aðalútdrætti ágústmánaðar og er því 5 skattfrjálsum milljónum króna ríkari. Fjöldi annarra miðaeigenda datt einnig í lukkupottinn og skipta rúmlega 3.500 vinningshafar með sér tæpum 107 milljónum króna. Má þar nefna trompmiðaeigenda sem fékk 2,5 milljónir króna í sinn hlut og fimm miðaeigendur sem fengu eina milljón króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og við gleðjumst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum og glaðlegum Íslendingum.
10.júlí 2020
Heppinn miðaeigandi fékk 5 milljónir
Það er ekki amalegt að fá sumarlegan vinning frá Happdrætti Háskólans. Alls skipta vinningshafar í júlíútdrætti með sér rúmum 104 skattfrjálsum milljónum. Einn miðaeigandi var þó sérlega heppinn og fékk 5 milljónir króna í vinning. Átta miðaeigendur fengu eina milljón króna og níu fengu hálfa milljón.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og við gleðjumst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum og glaðlegum Íslendingum.
10.júní 2020
Heppinn miðaeigandi fékk 10 milljónir
Það eru margir glaðlegir miðaeigendur hjá Happdrætti Háskólans eftir júníútdrátt. Í heildina skipta þeir með sér rúmum 123 milljónum króna í skattfrjálsa vinninga.
Einn miðaeigandi var þó sérlega heppinn og fékk 10 milljónir króna í vinning. Ekki þar langt undan voru tveir miðaeigendur sem báðir fengu 5 milljónir króna í sinn hlut. Þá er ekki sagan öll því að aðrir tveir miðaeigendur fengu 2,5 milljónir króna í vinning og svo fengu sex miðaeigendur eina milljón króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og við gleðjumst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum og glaðlegum Íslendingum.
12.maí 2020
Heppinn miðaeigandi fékk 50 milljónir
Potturinn var fimmfaldur í Milljónaveltunni í maí og gekk vinningurinn út til miðaeiganda sem hefur verið tryggur áskrifandi til fjölda ára. Hefur hann aldeilis ástæðu til að gleðjast því að hann fær 50 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut.
Einnig gekk út 1.vinningur í Aðalútdrætti og fær sá miðaeigandi 5 milljónir króna í vinning. Átta fengu milljón í vinning og tólf fengu hálfa milljón króna.
Í heildina fá vinningshafar greiddar rúmar 155 milljónir í vinninga.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og við gleðjumst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
15.apríl 2020
50 milljónir í pottinum í maí
Oft var þörf en nú er nauðsyn að gleðjast. Happdrætti Háskólans tekur fullan þátt í því að gleðja landann í samkomubanninu. Ber þá sérstaklega að nefna heppna miðaeigendur sem skipta með sér tæpum 116 milljónum í vinninga eftir aprílútdrátt. Heppnastir eru þeir tveir sem fengu aðalvinninginn í útdrættinum og sérstaklega sá sem átti tvöfaldan miða og fær því 10 milljónir króna í sinn hlut. Tíu aðrir fengu milljón og 20 fengu 500 þúsund króna vinning.
Milljónaveltan gekk ekki út og því verður potturinn fimmfaldur í maí og 50 skattfrjálsar milljónir í pottinum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og við gleðjumst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
10.mars 2020
Fjórir fengu 5 milljónir
Milljónirnar dreifðust víða eftir marsútdrátt hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Fjöldinn allur af miðaeigendum hefur ástæðu til að gleðjast og ber þá fyrst að nefna fjóra ljónheppna miðaeigendur sem fengu allir hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær því hver um sig 5 milljónir króna í sinn hlut. Sjö aðrir fengu milljón og þrettán fengu 500 þúsund króna vinning.
Milljónaveltan gekk ekki út og því verður potturinn fjórfaldur í apríl og 40 skattfrjálsar milljónir í pottinum.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og við gleðjumst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
11.febrúar 2020
Þrefaldur pottur í Milljónaveltunni í mars
Milljónaveltan gekk ekki út í febrúarútdrætti Happdrætti Háskóla Íslands og verða því 30 milljónir í pottinum í mars. Vinningshafar í febrúar skipta með sér tæpum 111 milljónum í skattfrjálsa vinninga. Sérstök ástæða var þó til að gleðjast hjá trompmiðaeigendanum sem fékk 500þúsund króna vinning en þar sem hann var með trompmiða þá fimmfaldast vinningsupphæðin og hann fær 2,5 milljónir í sinn hlut. Sjö vinningshafar fengu milljón og fimmtán miðaeigendur fengu 500þúsund króna vinning.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og við gleðjumst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
10.janúar 2020
25 milljónir á trompmiða
Það margborgaði sig fyrir heppinn miðaeiganda að eiga trompmiða í janúarútdrætti hjá Happdrætti Háskólans. Á númerið hans kom hæsti vinningur í aðalútdrætti, 5.000.000kr en þar sem miðaeigandinn á fimmfaldan trompmiða þá fimmfaldast upphæðin og því fær hann 25 skattfrjálsar milljónir í vinning. Annar trompmiðaeigandi hafði ástæðu til gleðjast enda fékk hann 500.000kr vinning á sitt númer sem þýðir að hann fékk 2.500.000kr í sinn hlut.
Fjölmargir aðrir miðaeigendur geta einnig tekið gleði sína enda skipta vinningshafar útdráttarins með sér tæpum 135 milljónum í vinninga.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
11.desember 2019
Stærsta jólagjöf ársins?
Heppinn miðaeigandi hefur aldeilis ástæðu til að gleðjast eftir desemberútdrátt hjá Happdrætti Háskólans. Sá hinn sami, sem verið hefur með miða í happdrættinu svo áratugum skiptir, fékk 30 milljónir króna í vinning á miðann sinn. Má því svo til næst slá því föstu að þarna gæti verið verið um stærstu jólagjöf ársins að ræða.
Fjöldi annarra miðaeigenda fékk einnig vinning og skiptu rúmlega 3.200 miðaeigendur með sér tæpum 133 milljónum króna í skattfrjálsum vinningum.
Um leið og Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína þá óskum við landsmönnum öllum gleðilegra jóla og happdrjúgs nýs árs.
12.nóvember 2019
100 skattfrjálsar milljónir greiddar út í vinninga
Tæplega 3.400 miðaeigendur skipta með sér rúmum 100 milljónum í vinninga eftir nóvemberútdrátt hjá Happdrætti Háskólans. Milljónaveltan gekk ekki út og því verður hún þreföld í desember og þá mun einhver einn heppinn miðaeigandi verða 30 milljónum króna ríkari. Það er eins gott að tryggja sér miða og eiga möguleika á stærstu jólagjöfinni þetta árið.
Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju og við gleðjumst að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
10.október 2019
Tæpar 106 milljónir í vinninga
Nú heilsar haustið með kulda og trekk en vinningshafar í októberútdrætti Happdrætti Háskólans finna ekkert fyrir því enda geta þeir iljað sér með þeim gleðifregnum að þeir deila með sér rúmum 105 milljónum króna í skattfrjálsum vinningum.
Ber þá helst að nefna miðaeigandann sem fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær því 5 milljónir króna inn á reikninginn sinn eftir helgina. Þar að auki fengu sjö miðaeigendur eina milljón króna og þrettán fengu hálfa milljón.
Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju og við gleðjumst að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
10.september 2019
Heppinn miðaeigandi fékk 50 milljónir
Septemberútdráttur hjá Happdrætti Háskólans var einstaklega happadrjúgur fyrir marga miðaeigendur. Má þar helst nefna að fimmfaldur pottur í Milljónaveltunni gekk út og fær því sá heppni 50 skattfrjálsar milljónir inn á reikninginn sinn. Það voru fleiri um að skipta með sér heppninni í kvöld og annar miðaeigandi sem fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti 5 milljónir og þar sem hann átti tvöfaldan miða þá fær hann 10 milljónir í sinn hlut. Einnig voru tveir aðrir miðaeigendur með sama númer og fær hvor um sig 5 milljónir í vinning. Víkur þá sögunni að trompmiðaeiganda sem fékk 500þúsund króna vinning og fær því 2,5 milljónir á fimmfalda trompmiðann sinn.
Í heildina voru tæplega 3.600 vinningshafar sem fengu vinning í útdrættinum og skipta þeir með sér rúmum 177 milljónum króna.
Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju og við gleðjumst að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
13.ágúst 2019
Fimmfaldur pottur í september
Milljónaveltan gekk ekki út í ágústútdrætti Happdrætti Háskólans. Potturinn verður því fimmfaldur næst og 50 milljónir í pottinum þegar dregið verður 10.september.
Rúmlega 3.700 vinningshafar skipta með sér tæpum 102 milljónum í skattfrjálsum vinningum.
Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju og við gleðjumst að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
10.júlí 2019
Milljónaveltan fjórföld í ágúst
Þrefaldur pottur í Milljónaveltunni gekk ekki út í júlíútdrætti Happdrætti Háskólans. Í næsta útdrætti verða því 40 milljónir í pottinum, dregið verður 13.ágúst.
Rúmlega 3.300 vinningshafar skipta með sér tæpum 106 milljónum í skattfrjálsum vinningum. Fyrsti vinningur í Aðalútdrætti gekk út og er sá miðaeigandi fimm milljónum krónum ríkari fyrir vikið. Annar fékk 2,5 milljónir í sinn hlut, sex fengu milljón og tólf manns fengu 500þús
Happdrætti Háskóla Íslands fagnar sólríku sumri og að sjálfsögðu því að fjölga í hverjum mánuði heppnum Íslendingum.
12.júní 2019
Milljónaveltan þreföld næst, 30 milljónir í pottinum
Heppnum Íslendingum heldur áfram að fjölga. Þeirra hópur stækkaði um rúmlega 3500 eftir júníútdrátt hjá Happdrætti Háskólans. Þeir skipta með sér rúmum 105 milljónum króna og má þá helst nefna trompmiðaeiganda sem fékk 500þús kr vinning en þar sem hann er með trompmiða þá fær hann 2,5 milljónir í sinn hlut. Einnig fengu sex miðaeigendur milljón og sautján fengu 500þús.
Happdrætti Háskóla Íslands fagnar sól og sumri og einnig því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
10.maí 2019
Sumarið heilsar með tæpum 105 milljónum í vinninga
Maíútdráttur hjá Happdrætti Háskólans fjölgaði heppnum Íslendingum um tæplega 3500. Þeir skipta með sér tæpum 105 milljónum króna í skattfrjálsum vinningum.
Einn miðaeigandi fékk 2,5 milljónir í sinn hlut, fimm fengu milljón og hvorki fleiri né færri en 15 miðaeigendur fengu 500þús.
Happdrætti Háskóla Íslands fagnar því að sumarið sé gengið í garð og einnig því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
10.apríl 2019
Stærsti páskaglaðningur ársins?
Heppinn miðaeigandi fékk 40 milljónir króna í vinning
Það er víst óhætt að fullyrða að páskahátíðin verður einstaklega gleðileg hjá miðaeigandanum sem fékk fjórfjaldan vinning í Milljónaveltunni og fær hann því 40 milljónir króna í sinn hlut. 🎉🎉
Þetta voru þó alls ekki einu gleðitíðindi kvöldsins því að annar miðaeigandi fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær því 5 milljónir króna. Fjöldi annarra miðaeigenda fékk vinning og í heildina fengu 3.373 aðilar vinninga og skipta með sér rúmum 150 milljónum króna. Fyrir utan þá vinninga sem áður hafa verið nefndir eru margir aðrir miðaeigendur sem brosa eftir útdráttinn. Má þar helst nefna að einn aðili fékk 500 þúsund króna vinning á trompmiða og fær því 2,5 milljónir króna í sinn hlut, átta fengu milljón og þrettán manns fengu 500.000kr.
Happdrætti Háskóla Íslands fagnar því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum. 🥳🥳
12.mars 2019
Þrír skiptu með sér 40 milljóna króna vinningi
Ljónheppnir miðaeigendur gleðjast eftir útdrátt marsmánaðar hjá Happdrætti Háskólans. Það eru þó 3 miðaeigendur sem eiga miðanúmerið 40711 sem hafa sérstaklega mikla ástæðu til að gleðjast. Númerið fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti og því fékk einn miðaeigandi 5 milljónir króna sem átti einfaldan miða. Annar átti tvöfaldan miða og fær því 10 milljónir í sinn hlut. En heppnastur var þó trompmiðaeigandinn sem fær 25 milljónir. Sérstaklega skemmtilegt var að í þessum hópi voru ungir miðaeigendur með börn og koma vinningarnir sér örugglega mjög vel.
Tæplega 3400 miðaeigendur skipta með sér rúmum 140 milljónum króna í skattfrjálsum vinningum. Fyrir utan þá vinninga sem áður hafa verið nefndir eru margir aðrir miðaeigendur sem brosa eftir útdráttinn. Má þar helst nefna að fimm fengu milljón í sinn hlut og hvorki meira né minna en tuttugu manns fengu 500.000kr.
Happdrætti Háskóla Íslands fagnar því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
12.febrúar 2019
Risastór febrúar – rúmar 147 milljónir til vinningshafa
Rúmlega 3300 miðaeigendur skipta með sér rúmum 147 milljónum króna í skattfrjálsa vinninga eftir útdrátt febrúar mánaðar hjá Happdrætti Háskólans. Einn miðaeigandi hafði heppnina margfalt með sér í þetta skipti. Hann fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti á nífaldan miða og fær því 45 milljónir í sinn hlut. Margir aðrir miðaeigendur höfðu einnig ástæðu til að gleðjast og má þar helst nefna að sjö fengu milljón í sinn hlut og hvorki meira né minna en sextán fengu 500.000kr.
Happdrætti háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju.
10.janúar 2019
Rúmar 97 milljónir til vinningshafa
Tæplega 3300 miðaeigendur skipta með sér rúmum 97 milljónum króna í skattfrjálsa vinninga eftir útdrátt janúar mánaðar hjá Happdrætti Háskólans. Ekki amalegt að byrja árið svona. Sex miðaeigendur fengu milljón í sinn hlut og hvorki meira né minna en fimmtán fengu 500.000kr.
Happdrætti háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju.
11.desember 2018
121 milljón í vinninga í desember
Það eru rúmlega 3000 miðaeigendur sem hafa ástæðu til að gleðjast eftir útdrátt desember mánaðar hjá Happdrætti Háskólans. Þeir skipta með sér 121 milljón króna sem hlýtur að vera sérdeilis góður jólabónus fyrir marga. Einn vinningshafi fékk þrefaldan vinning í Milljónveltunni 30 milljónir króna. Annar fékk 5 milljónir í Aðalútdrætti. Þar fyrir utan fengu fimm milljón króna vinning og níu sem fengu 500.000kr í sinn hlut.
Á árinu hefur Happdrætti Háskólans fjölgað heppnum Íslendingum um u.þ.b. 40.000 og hafa þeir skipt með sér rúmlega 1,4 milljarði króna í vinninga. Um leið og Happdrætti Háskólans samgleðst öllum þessum heppnu Íslendingum þá óskum við landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
13.nóvember 2018
139 milljónir til vinningshafa
Ljónheppnum Íslendingum fjölgaði aldeilis eftir nóvemberútdrátt hjá Happdrætti Háskólans. Þar skipta 3.367 vinningshafar með sér rúmum 139 milljónum króna. Það má segja að ein tala hafi borið höfuð og herðar yfir aðrar tölur í kvöld. Það er talan 512 var dregin út sem 1.vinningur í Aðalútdrætti. Það voru 4 aðilar sem eiga röð í þessu númeri og skiptu þeir því með sér 45 milljónum króna. Einn miðaeigandi fékk 25 milljónir á trompmiða, annar fékk 10 milljónir á tvöfaldan miða og svo fengu aðrir 5 milljónir hvor á sína miða. Af öðrum heppnum miðaeigendum er það helst að frétta að það voru fimm aðilar sem fengu milljón króna vinning og hvorki fleiri né færri en sautján sem fengu 500.000kr í sinn hlut.
Milljónaveltan gekk ekki út í kvöld og því verður þreföld vinningsupphæð í pottinum í desember eða 30.000.000kr.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
10.október 2018
99 milljónir borgaðar út í október
Happdrætti háskólans heldur áfram að fjölga heppnum Íslendingum. Heildarupphæð sem happdrættið hefur greitt til vinningshafa á árinu 2018 er 1,1 milljarður. Á meðal lukkulegra miðaeigenda í októberútdrætti eru tveir aðilar sem fengu 2,5 milljónir, sex sem fengu milljón og hvorki fleiri né færri en fjórtán sem fengu 500.000kr í sinn hlut.
Heildarfjárhæð útgreiddra vinninga í útdrættinum er 99 milljónir króna. 3.334 miðaeigendur skipta fjárhæðinni með sér.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
11. september 2018
Tæpar 196 milljónir borgaðar út í vinninga
Septemberútdráttur hjá Happdrætti Háskólans var æði fjörugur að þessu sinni. Einn sérlega heppinn miðaeigandi á Norðurlandi, sem er búinn að eiga miða hjá happdrættinu í fjölda ára, á þó líklega eftir að fagna meira en aðrir. Sá hinn sami fékk sjöfaldan vinning í Milljónaveltunni og fær því 70 milljónir í sinn hlut. Það var enginn hörgull á sérlega heppnum miðaeigendum í þetta skipti því að annar miðaeigandi tryggur miðaeigandi fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti á trompmiða og fær því 25 milljónir í vinning. Þar að auki fékk annar miðaeigandi hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær 5 milljónir í sinn hlut.
Heildarfjárhæð útgreiddra vinninga eftir útdráttinn er hvorki meira né minna en tæpar 196 milljónir króna. 3.302 miðaeigendur skipta fjárhæðinni með sér.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
10. ágúst 2018
SJÖFALDUR POTTUR Í SEPTEMBER
Sjöfaldur pottur í Milljónaveltunni í september
70.000.000kr verða í pottinum í september. Það væri nú ekki amalegt að fá þann stóra í næsta útdrætti. Fyrir svona upphæð er hægt að gera ansi margt skemmtilegt.
Það eru 3.333 lukkulegir miðaeigendur sem gleðjast eftir ágústútdrátt HHÍ. Þeir fá greiddar út hvorki meira né minna en rúmar 95 milljónir í vinninga.
Heppinn miðaeigandi fékk 500.000kr vinning á trompmiða og fær því 2,5 milljónir í sinn hlut. Þar að auki fengu fimm miðaeigendur eina milljón króna og tólf fengu hálfa milljón króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
11. Júlí 2018
60 MILLJÓNIR Í RISAPOTTI Í ÁGÚST
Milljónaveltan verður sexföld í ágúst og verða hvorki meira né minna en 60 milljónir í pottinum. Það væri nú aldeilis hægt að gleðjast yfir slíkum vinningi.
Það eru 3.523 lukkulegir miðaeigendur sem gleðjast eftir júlíútdrátt HHÍ. Þeir fá greiddar út hvorki meira né minna en tæpar 103 milljónir í vinninga.
Einn fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær því 5 milljónir í sinn hlut. Annar heppinn miðaeigandi fékk 500.000kr vinning á trompmiða og fær því 2,5 milljónir í sinn hlut. Þar að auki fengu sex miðaeigendur eina milljón króna og tíu fengu hálfa milljón króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
12. Júní 2018
RISAPOTTUR Í MILLJÓNAVELTUNNI Í JÚLÍ
Milljónaveltan verður fimmföld í júlí og verða hvorki meira né minna en 50 milljónir í pottinum. Þessi risapottur gæti lent hjá einum heppnum miðaeiganda.
Það eru 3.353 lukkulegir miðaeigendur sem gleðjast eftir júníútdrátt HHÍ. Þeir fá greiddar út hvorki meira né minna en rúmar 107 milljónir í vinninga.
Tveir miðaeigendur fengu hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær hvor því 5 milljónir í sinn hlut. Þar að auki fengu sjö miðaeigendur eina milljón króna og sextán fengu hálfa milljón króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
11. Maí 2018
FJÓRFALDUR POTTUR Í MILLJÓNAVELTUNNI Í JÚNÍ
Potturinn verður fjórfaldur í Milljónaveltunni í júní og verða 40 milljónir í pottinum. Það er því einn lukkulegur miðaeigandi sem getur orðið heppinn og byrjað sumarið með trompi.
Það eru 3.338 lukkulegir miðaeigendur sem gleðjast eftir maíútdrátt HHÍ. Þeir fá greiddar út hvorki meira né minna en rúmar 114 milljónir í vinninga.
Fjórir miðaeigendur fengu hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær hver því 5 milljónir í sinn hlut. Þar að auki fékk einn miðaeigandi 500þús kr vinning á trompmiða og fær því 2,5 milljónir. Fimm miðaeigendur fengu eina milljón króna og fjórtán fengu hálfa milljón króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
10. apríl 2018
ÞREFALDUR POTTUR Í MILLJÓNAVELTUNNI Í MAÍ
Potturinn verður þrefaldur í Milljónaveltunni í maí og verða 30 milljónir í pottinum fyrir einn heppinn miðaeiganda.
Það eru 3.376 lukkulegir miðaeigendur sem gleðjast eftir aprílútdrátt HHÍ. Þeir fá greiddar út hvorki meira né minna en tæpar 91 milljónir í vinninga.
Sjö miðaeigendur fengu eina milljón króna og tíu fengu hálfa milljón króna.
Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína.
13. Mars 2018
MILLJÓNAVELTAN 20 MILLJÓNIR Í APRÍL
97 milljónir greiddar út í mars til 3.269 heppinna Íslendinga.
Happdrætti Háskólans heldur áfram að fjölga heppnum Íslendingum og mun þeim hafa fjölgað um hátt í 40.000 í lok ársins. Það er u.þ.b. tíundi hver landsmaður.
Tveir miðaeigendur fengu tvær og hálfa milljón í sinn hlut. Alls fengu sjö miðaeigendur milljón króna vinning og hvorki fleiri né færri en sextán fengu hálfa milljón.
Milljónaveltan gekk ekki út að þessu sinni og verður því 20 milljónir í næsta útdrætti 10.apríl.
13. febrúar 2018
SPRENGIDAGUR STÓÐ SANNARLEGA UNDIR NAFNI
Febrúarútdrátturinn hjá HHÍ kom að þessu sinni upp á Sprengidaginn. Það er víst óhætt að segja að dagurinn hafi sannarlega staðið undir nafni því að vinningshafar fá greiddar út rúmar 140 milljónir eftir útdráttinn. Milljónaveltan sem var tvöföld, 20.000.000kr, gekk út og þar að auki fékk heppinn trompmiðaeigandi hæsta vinning í Aðalútdrætti eða 25.000.000kr. Tveir aðrir miðaeigendur fengu einnig hæsta vinning í Aðalútdrætti og fékk hvor um sig 5.000.000kr í sinn hlut.
Aðrir miðaeigendur duttu einnig í lukkupottinn og má þar helst nefna að sex aðilar fengu milljón króna vinning og ellefu fengu 500.000kr í sinn hlut.
Alls fengu 3.136 miðaeigendur vinning í útdrættinum og má víst með sanni segja að við í Happdrættinu höldum ótrauð áfram að fjölga heppnum Íslendingum.
Vísindavef Háskóla Íslands var hleypt af stokkunum í janúar 2000. Happdrætti Háskóla Íslands er aðalstyrktaraðili Vísindavefsins og hefur frá upphafi lagt fram þá fjárhagslegu kjölfestu sem vefurinn hefur þurft; án hennar væri hann ekki lengur til.
Skemmst er frá því að segja að áhugi almennings á Vísindavefnum reyndist miklu meiri en nokkur maður hafði gert sér í hugarlund og þess vegna er vefurinn nú 20 ára þó að honum hafi upphaflega verið tjaldað til eins árs í mesta lagi. Hægt er að setja fram nýjar spurningar um hvaðeina sem ætla má að starfsmenn Háskólans og stuðningsmenn vefsins geti svarað eða fundið svör við. Spurningarnar fara rakleiðis til starfsmanna vefsins. Gestir geta einnig sett fram efnisorð í leitarvél sem tengjast því sem þá fýsir að vita og fengið ábendingar um svör og annað tengt efni sem þegar er komið á vefinn.
Kíkið á Vísindavefinn með því að smella hér: Vísindavefurinn