Reglur
Reglur um happdrættismiða eru til þess gerðar að auka öryggi miða-eigenda og tryggja af fremsta megni að mistök eigi sér ekki stað. Í sumum tilfellum eru þessar reglur byggðar á lögum frá Alþingi.
Gengið er frá uppsögn miða með því að skrá sig inn á Mínar síður og ganga frá uppsögn þar.
Uppsagnarfrestur er 1 mánuður. Því þarf uppsögn að berast í síðasta lagi á útdráttardegi fyrir næsta mánuð á eftir.
Miði er ekki gildur í útdrætti nema fullnægjandi greiðsla hafi sannanlega borist HHÍ tímanlega fyrir útdrátt.
Allir miðar sem seldir eru í Happdrætti Háskólans eru skráðir á kennitölu miðaeiganda.
Sá sem er skráður fyrir miðanum telst eigandi hans og fær því greidda þá vinninga sem koma á miðann, án tillits til þess hver greiðir af miðanum. Vinningar eru ekki greiddir til annars en miðaeiganda.
Vinningar eru ekki greiddir til annars en miðaeiganda.
Hægt er að skrá bankareikning í eigu miðaeiganda við miðanúmer, þannig að þegar vinningur kemur á miðann leggur HHÍ vinningsupphæðina sjálfkrafa inn á bankareikning vinningshafans.
Reikningurinn verður að vera skráður á sömu kennitölu og vinningsmiðinn.
Lengi hefur tíðkast að foreldrar eða aðrir ættingjar barna skrái þau sem eigendur miða. HHÍ vill benda á að aðrar reglur gilda þegar um er að ræða ungmenni yngri en 18 ára.
Í fyrsta lagi eru vinningar ekki greiddir beint út til ófjárráða einstaklinga, heldur aðeins til forráðamanna.
Í öðru lagi þegar einstaklingur undir 18 ára aldri hlýtur vinning sem er hærri en kr. 500.000 getur happdrættið ekki gengið frá útborgun vinnings á sama hátt og venjulega. Lög mæla svo fyrir að þá skuli happdrættið tilkynna sýslumanni þar sem viðkomandi á lögheimili um vinninginn og fjárhaldsmaður (foreldri) viðkomandi geymir peningana á viðurkenndum reikningi með öruggri ávöxtun.
Fjárhaldsmaður þarf síðan einu sinni á ári að gefa sýslumanni skýrslu um stöðu sjóðsins. Fjárhaldsmanni er óheimilt að ráðstafa peningunum á neinn hátt nema með samþykki viðkomandi sýslumanns.
Þetta þýðir í raun og veru að happdrættisvinningurinn er nánast ósnertanlegur þangað til barnið er orðið 18 ára. Sömu reglur gilda hvort sem um venjulega happdrættismiða er að ræða, skafmiða eða hvern annan vinning eða gjöf fyrir kr. 500.000 eða meira.
Vert er að ítreka að þetta eru landslög, ekki reglur sem happdrættið hefur sett sér.
Reglugerð um Happdrætti Háskóla Íslands má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan: