Hjálp!
Við skulum reyna að útskýra fyrir þér hvernig þetta virkar nú allt saman
Verð á einföldum miða er 2.000 kr.
Trompmiði, sem hefur fimmfalt vægi, kostar 10.000 kr.
Allir miðar sem keyptir eru á heimasíðunni eru skráðir í sjálfvirka skuldfærslu mánaðarlega. Uppsagnarfrestur á miða er 1 mánuður og því þarf að segja miða upp eigi síðar en daginn eftir útdráttardag fyrir næsta mánuð á eftir. Tveimur dögum eftir útdrátt er skuldfært fyrir útdrátti næsta mánaðar.
Þú kaupir miða með því að fara inn á forsíðu HHÍ og smella á "Happdrættismiðar". Þar geturðu skoðað hvaða miðanúmer eru laus og leitað að því sem þér líst vel á. Þegar óskanúmerið er fundið þá einfaldlega smellir þú á það og velur bókstaf. Stafurinn B stendur fyrir trompmiða sem er fimmfaldur og E, F, G, og H eru einfaldir miðar . Þegar því er lokið flyst miðinn í innkaupkörfuna og með því að smella á "Áfram" hnappinn í innkaupkörfunni getur þú lokið við kaupin. Það er gert með því að skrá sig inn á "Mínar síður" og ganga frá greiðslu þar.
Allir miðar sem keyptir eru á heimasíðunni eru skráðir í sjálfvirka skuldfærslu mánaðarlega. Uppsagnarfrestur á miða er 1 mánuður og því þarf að segja miða upp eigi síðar en kl. 17:00 daginn eftir útdráttardag fyrir næsta mánuð á eftir. Tveimur dögum eftir útdrátt er skuldfært fyrir útdrátti næsta mánaðar.
Ef þú vilt taka miða úr sjálfvirkri skuldfærslu þá skráir þú þig inn á „Mínar síður“ og eru þá tvær leiðir í boði.
(1) Taka miða úr skuldfærslu - miði verður ekki skuldfærður aftur en þú átt rétt til miðanúmersins næstu 4 útdrætti á eftir en ef miðinn hefur ekki verið endurnýjaður á því tímabili þá er hann settur aftur í sölu.
(2) Segja upp miða - miði verður ekki skuldfærður aftur og þú hættir með miðann sem er settur aftur í sölu í kjölfarið.
Uppsagnarfrestur á miða er 1 mánuður og því þarf að segja miða upp í seinasta lagi fyrir klukkan 17:00 daginn eftir útdráttardag til að koma í veg fyrir að endurnýjun eigi sér stað fyrir mánuðinn þar á eftir. Tveimur dögum eftir útdrátt er skuldfært fyrir útdrætti næsta mánaðar.
Eigandi miða verður sjálfur að segja honum upp eða taka úr mánaðarlegri skuldfærslu í gegnum mínar síður. Ekki er hægt að segja miða upp í gegnum síma eða tölvupóst. Leiðbeiningar varðandi dánarbú og uppsögn miða er hér neðar á síðunni.
Efst hægra megin á forsíðunni eru "Mínar síður" þar sem þú getur skoðað öll þín mál hjá Happdrættinu eins og t.d. kaupa miða, taka miða úr skuldfærslu eða skoða vinningasögu.
Til þess að komast inn á Mínar síður þarftu að skrá þig inn með því að nota rafræn skilríki. Einnig er hægt að nota Auðkennisappið en nánari upplýsingar um það er að finna inn á www.audkenni.is.
"Leiðbeiningar" fyrir Mínar síður eru í valmyndinni vinstra megin á forsíðu.
Þegar valið er happdrættisnúmer þá fylgir líka að það þarf að velja bókstaf.
Bókstafirnir eru E, F, G, H og B.
Þeir hafa mismunandi gildi í útdráttum og kosta mismikið.
-E, F, G og H eru einfaldir miðar og hafa því allir sama vægi og kosta allir það sama.
-B er tákn trompmiða. Trompmiðar eru fimmfaldir og kosta því fimm sinnum meira en einfaldur miði.
Trompmiðar hafa mismunandi vægi í útdráttunum hjá okkur.
Sá sem á B miða í Aðalútdrætti fær fimmfalda vinningsupphæð í sinn hlut. Í Milljón á mann hefur B miði fimmfalt vægi á við einfaldan miða. Það þýðir að númerið er fimm sinnum í pottinum en vinningsupphæðin sem kemur á miðann er sú sama á einfaldan miða og trompmiða. Hið sama gildir um Milljónaveltuna en þar er B miðinn einnig fimm sinnum í pottinum og því fimm sinnum líklegri en einfaldur miði til að hljóta vinning.
Þeir sem eru svo heppnir að fá vinning í útdráttum fá vinninginn greiddan inn á bankareikning í sínu nafni 3-5 virkum dögum eftir útdrátt.
Tveimur dögum eftir útdrátt er skuldfært fyrir útdrætti næsta mánaðar. Þetta þýðir að ef það er dregið út t.d 10. mars þá er skuldfært fyrir apríl útdrættinum þann 12. mars.
Ef ekki tekst að skuldfæra miðann í fyrstu tilraun er það reynt í nokkur skipti og jafnvel fram yfir næstu mánaðarmót. Þannig getur verið að það séu tvær skuldfærslur fyrir miða inni á sama reikningsyfirliti, ein fyrir eða á útdráttardag (sem er yfirleitt 10. hvers mánaðar) og svo önnur skuldfærsla eftir útdráttardag fyrir næsta mánuð á eftir.
Algengustu ástæður þess að skuldfærsla mistekst eru þær að viðskiptavinir okkar hafa fengið útgefið nýtt kort sem skuldfærslan er tengd við eða þá að ekki hefur verið næg innistæða á þeim tímapunkti sem skuldfærslan var reynd.
Almenna reglan er sú að eingöngu eigandi getur sagt miða upp. Þegar um dánarbú er að ræða þarf að fylla út beiðni um uppsögn á miða sem hægt er að nálgast hér: Beiðni um að hætta skuldfærslu
Beiðnina ásamt einhverju af eftirfarandi þarf svo að senda til Happdættis Háskóla Íslands á netfangið hhi@hhi.is eða með pósti á Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík
Búsetuleyfi / leyfi til setu í óskiptu búi.
Einkaskiptaleyfi.
Beiðni frá skiptastjóra, opinber skipti.
Yfirlit um framvindu skipta.
Fyrir þá sem vilja kynna sér vinningslíkur í happdrættinu þá má skoða eftirfarandi skjal