Gullnáman kallast þær spilavélar sem geta gefið Gullpottinn.
Gullpotturinn virkar samkvæmt kerfi sem kallað er Mystery Jackpot. Til að vinna Gullpottinn þarf ekki að spila fyrir hámarks upphæð og heldur ekki að fá vinningslínu með ákveðnum táknum. Þess í stað er fyrirfram ákveðið í kerfinu hvenær Gullpotturinn fellur næst, þ.e. potturinn verður að vera búinn að ná tiltekinni upphæð til að falla. Sá viðskiptavinur sem ýtir á hnappinn og verður þess valdandi að upphæð Gullpottsins nær nákvæmlega þeirri upphæð sem kerfið hefur ákveðið hlýtur Gullpottinn. Í raun getur vinningshafi því unnið Gullpottinn án þess að hafa fengið vinningslínu og jafnvel með því að spila fyrir einungis 1 krónu.
Allar Gullnámuvélar á landinu eru samtengdar þannig að allar vélarnar safna í Gullpottinn og allar geta gefið Gullpottinn. Gullpotturinn getur fallið í hvaða Gullnámuleik sem er, enginn einn leikur er líklegri en annar til að skila Gullpottinum.
Allar Gullnámuvélar eru með leiðbeiningamynd sem sýnir allar mögulegar vinningslínur.
Allar spilavélar eru annaðhvort merktar Gullnáman eða Gullregn.
Gullpotturinn byrjar í 1 milljón eftir að hann fellur og getur hæst orðið 17 milljónir.
Vinningshlutfall leikja í Gullnámu er um 90% en 92% með Gullpottinum.
Allar Gullregnsvélarnar eru með leiðbeiningamynd sem sýnir allar mögulegar vinningslínur.
Gullregn kallast þær spilavélar sem ekki eru samtengdar við Gullpottinn en hafa þess í stað hærra vinningshlutfall leikja en í Gullnámu.
Allar spilavélar eru annaðhvort merktar Gullnáman eða Gullregn.
Vinningshlutfall leikja í Gullregni er um 92%.