Algengar spurningar

Við skulum reyna að útskýra hvernig þetta virkar nú allt saman

Einfaldasta leiðin er að ná í smáforritið „Happið“. Með því að skanna vinningsmiða í Happinu getur þú fengið vinning greiddan út strax inn á bankareikninginn þinn. Allar upplýsingar um það hvernig þú nærð í forritið getur þú nálgast hér: https://www.hhi.is/happid/. Einnig er hægt að leysa út vinninga á skrifstofu HHÍ, Dvergshöfða 2 á milli 9:00 og 15:00 virka daga. Nauðsynlegt er að vera með gild skilríki.

„Happið“ er einföld og skilvirk leið til að nálgast vinninga. Ef þú ert hins vegar ekki með það, og vinningsupphæðin er yfir 250.000 kr., þarf vinningshafi að koma á skrifstofu HHÍ að Dvergshöfða 2, milli 9:00 og 15:00 virka daga, til að leysa vinningin út. Ávallt er krafist skilríkja og vinningar eru eingöngu lagðir inn á bankareikning eiganda miðans.

HHÍ starfar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og eru þessar aðgerðir nauðsynlegar til að tryggja gagnsæi og rekjanleika fjármuna.

Með því að greiða vinninga eingöngu inn á bankareikninga vinningshafa og krefjast staðfestingar á persónuupplýsingum uppfyllum við skyldu okkar er varðar rekjanleika fjármuna.

HHÍ starfar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og eru þessar aðgerðir nauðsynlegar til að tryggja gagnsæi og rekjanleika fjármuna.

Allir vinningshafar þurfa að gangast undir áreiðanleikakönnun áður en vinningar eru greiddir út. Áreiðanleikakönnun er ferli þar sem upplýsingum um viðskiptavini er aflað auk þess að tryggt er að uppruni fjármuna sé ekki tengdur ólöglegum athöfnum.

Það geta legið fjölmargar ástæður að baki, en þær algengustu eru eftirfarandi:

Svör við áreiðanleikakönnun gefa tilefni til frekari skoðunar.

Vinningshafi er frá ríki sem skilgreint er sem „áhættusamt og ósamvinnuþýtt“ samkvæmt lögum um peningaþvætti nr. 140/2018. Lista yfir þessi ríki má nálgast hér.

Nálgast þarf nýrri útgáfu af „Happinu“. Leiðbeiningar finnur þú hér: https://www.hhi.is/happid/

Miði getur verið ógildur tímabundið vegna kerfisbilunar.

Fyrir frekari upplýsingar best er að hafa samband í síma 5638300 eða koma á skrifstofu HHÍ á Dvergshöfða 2. Opið er á milli 9:00 og 15:00 alla virka daga.

Ef miðinn þinn er læstur þarftu að koma til okkar á Dvergshöfða 2 á milli 9:00 og 15:00 virka daga og fylla út aukna áreiðanleikakönnun. Í kjölfarið er kallað eftir nánari gögnum sem ákvarða hvort reikningur viðkomandi sé opnaður á ný. Ef ekki er talin ástæða til að halda honum lokuðum er hann opnaður og vinningshafinn getur skannað vinningsmiðann.

HHÍ starfar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og eru þessar aðgerðir nauðsynlegar til að tryggja gagnsæi og rekjanleika fjármuna.

Vinsamlega athugið að HHÍ ber að tilkynna allan grun um peningaþvætti. Sérstakt eftirlit er hjá HHÍ sem skoðar alla spilun í vélum Gullnámu og einnig greiddum vinningum. Allur grunur um peningaþvætti er tilkynntur til lögreglu í samræmi við lög!

Hægt er að fylgjast með Gullpottinum hér : https://www.hhi.is/gulln%C3%A1man/leikirnir/

Einnig er hægt að skoða hvar, hvenær og hversu háir Gullpottar hafa fallið hér:

https://www.hhi.is/gulln%C3%A1man/gullpottar/

×
Smelltu hér til að opna TeamViewer
Smelltu hér til að opna TeamViewer