Gullnámustaðir eru 24 talsins og samtals eru um 500 vélar á þessum stöðum.
Við hjá HHÍ erum þakklát fyrir ykkar góða samstarf🎈
Þessi síða er sett á laggirnar fyrir ykkur rekstraraðila og starfsmenn ykkar til að auka þjónustu til ykkar og samstarf á milli okkar.
Hér er að finna allar þær upplýsingar til þess að efla öryggi innan staðanna. Reglur sem ykkur ber að fylgja og hvað eigi að varast. T.d. upplýsingar um ábyrga spilun og hvað peningaþvætti er.
Við leggjum mikla áherslu á að þið skoðið vel upplýsingar sem hér er að finna. Mikilvægt er að kynna efnið fyrir öllu starfsfólki ykkar, þannig að þeir sem eru í framlínu staðanna séu vel upplýstir.
Það er í höndum rekstraraðila að tryggja það!⚠️
Eftir lestur þarf að haka í þar til gerð box og þar með staðfesta að efnið sé móttekið. Farið verður yfir þær staðfestingar innan HHÍ reglulega.
Ykkur er velkomið að hafa samband á frodi@hhi.is eða í ☎️ 563-8300
Við tökum öllum ábendingum💡 fagnandi og svörum fyrirspurnum eins fljótt og mögulegt er.